Heilsufars verkefni

English Swedish

[Þýðing unnin af Vigdísi Andersen]

Heilsa kattanna okkar og tegunda er einn af stærstu þáttum í PawPeds verkefninu. Með vexti verkefnisins hafa, fleiri og fleiri ræktendur spurt sig hvort það borgi sig ekki að bæta inn heilsufarsupplýsingum við kettina í gagnagrunnunum. Við höfum nú tekið fyrsta skrefið í að gera það að raunveruleika!

Það sem við gerðum var að bæta heilsufarsskrá fyrir hvern kött í gagnagrunninum þar sem heilsufarsupplýsingar eru í boði til birtingar. Þú þarft einfaldlega að smella á tengilinn [h], eða [health], fyrir aftan nafn kattar, lita lykils, og fæðingardags hvort sem er á lista eða ættbókinni sjálfri.

Vinsamlegast taktu þér tíma til að lesa um kvillann og heilsu verkefnið tengt honum, til að minka líkur á óþarfa mistúlkun!

Við birtum eingöngu upplýsingar fyrir þau heilsufars verkefni sem við höfum samþykkt að taka þátt í. Ástæða þess er að það er einstaklega mikilvægt að koma í veg fyrir villur, og við þurfum að vera viss um að eigendur kattanna hafa samþykkt að birta upplýsingarnar. Við viljum einnig forðast að birta upplýsingar sem gætu verið misvísandi.

Ef ræktendur á tegund vilja bæta við heilsufars verkefni hjá okkur, er þeim velkomið að hafa samband við okkur til að ræða málin frekar. Smelltu hér til að lesa meira um þetta!

MJÖG MIKILVÆGT: Þó að ræktendur ákveðinna tegunda hafa ákveðið að vinna í heilsufars verkefni þýðir það ekki endilega að þessar tegundir séu verr haldnar af erfðasjúkdómum en aðrar! Það þýðir einfaldlega að þessir ræktendur hafa ákveðið að vinna saman á skipulagðann máta, til að bæta heilsu tegundar sinnar enn fremur.

Virk heilsufars verkefni hjá PawPeds

KvilliDýrategundTegundir með skráðar heilsuniðurstöður í gagnagrunni
Arfgengur glýkógenforða skjúkdómur (GSD IV)KötturNorskur skógarköttur
Taugahrörnunarskjúkdómur í búrmaköttum (GM2)KötturBúrmaköttur
Arfgeng hjartavöðva þykknun (HCM)KötturMaine Coon
Siberian (ásamt Neva Masquerade)
Norskur skógarköttur
British Shorthair
Bengal
Cornish Rex
Devon Rex
Ragdoll
Sphynx
Persian/Exotic
Mjaðmalos (HD)KötturMaine Coon
Norskur skógarköttur
PK SkorturKötturAbyssinian
Somali
Bengal
Maine Coon
Norskur skógarköttur
Ágeng rýrnun á sjónhimnu (PRA)KötturAbyssinian
Somali
Síamskettir og systur tegundir
Ocicat
Alvarlegur taugahrörnunarsjúkdómur (SMA)KötturMaine Coon